Veðurfarið er að batna – Er Grímsá að skipta um leigutaka?
Veðurfarið er að batna, það er farið að hlýna og fiskurinn er að taka víða, í sjóbirtingns veiðinni. Staðan í Norðurádalnum í dag, var gott veður, en kannski ekki mikill snjór en það hefur aðeins bæst við síðustu daga. En það er líka kominn apríl. Já og það styttist í veiðitímann, en allt er rólegt við Norðurá, einn og einn fugl á fugli en flestir aðrir rólegir.
En fyrir ofan Grímsá er ský, í fyrra gerði veiðifélag Grímsár bara eins árs samning við Hreggnasa. Í dag komu svo tíðindi frá Veiðifélagi Grímsár og Tunguár, um að vilji sé fyrir fimm ára samingi við þá sem bjóða auðvitað hæst, engin auglýsing hefur reyndar birst ennþá en hún á víst að koma eftir helgi.
Síðasti samningurinn um Ytri Rangá fór alls ekki vel og var algjört flopp, það verður vonandi betra varðandi Grímsá, með LEX lögmannsstofu. Það verður spennandi sjá hversu margir munu bjóða, og hverjir. Hreggnasi er með ána núna og veiðifélag Ytri Rangár samdi ekki við Hreggnasa þó þeir hefðu efsta tilboð í hendi. Veiðiheimurinn er skrítinn þar getur allt skeð.
Mynd. Fallegt við Norðurá í Borgarfirði í dag,
Mynd. Ennþá er ís á Hreðavatni, en hann er ekki þykkur. Myndir: María Gunnarsdóttir