Fjórar orrustuþotur af gerðinni Pilatus og herþyrla af gerðinni Blackhawk, flugu yfir landinu samkvæmt vefnum Flightradar 24, sem fylgist með flugumferð.
Stjórnvöld hafa ekki gefið út neinar skýringar á ferðum þessara orustuþota yfir Íslandi og ekkert vitað hví þær eru í íslenskri lögsögu.
Stólaskipti í utanríkisráðuneytinu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók í gær við lyklavöldum í utanríkisráðuneytinu úr hendi Bjarna Benediktssonar, sem er nýr forsætisráðherra. Skömmu áður hafði Þórdís Kolbrún afhent Sigurði Inga Jóhannssyni lyklana að fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Þórdís Kolbrún hefur gegnt embætti fjármála- og efnahagsráðherra frá 14. október 2023. Hún var utanríkisráðherra frá 28. nóvember 2021 til 14. október 2023, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar frá 11. janúar 2017 til 28. nóvember 2021 og dómsmálaráðherra frá mars til september árið 2019. Hún var þriðja konan til að gegna embætti fjármálaráðherra, en snýr nú aftur í utanríkisráðuneytið.
„Það er gott að vera komin aftur og ég er tilbúin til að takast á við verkefnin hér,“ sagði Þórdís Kolbrún þegar hún tók við lyklunum að utanríkisráðuneytinu í gærmorgun. „Eftir hálfs árs fjarveru hefur ýmislegt gerst. Evrópa er ekki á öruggari stað en fyrir hálfu ári, það blasir við, en ég hlakka til að hefja hér störf að nýju. Ég vonast til þess að geta verið landi og þjóð til sóma og er þakklát fyrir að fá að sinna þessum verkefnum, hver sem þau eru hverju sinni.“
Bjarni Benediktsson hefur gegnt embætti utanríkisráðherra frá 14. október 2023. Hann tekur nú við forsætisráðuneytinu öðru sinni, en hann gegndi stöðu forsætisráðherra frá 11. janúar 2017 til 30. nóvember 2017.
„Velkomin heim,“ sagði Bjarni þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu lyklana í morgun. „Ég skil við skrifstofuna eins og þú afhentir mér hana fyrir ekki svo löngu síðan og ég veit að þú verður eins og fiskur í vatni hér í utanríkisráðuneytinu. Gangi þér vel.“