Nú er farið að sjá fyrir endan á kuldanum sem hrellt hefur landann að undanförnu, þótt íbúar sunnan heiða hafi sloppið mun betur en þeir sem búa um landið norðanvert. Engu að síður hefur úrkoma verið minni en efni stóðu til og ætti snjó þar sem hann er á annað borð að finna að taka fljótt upp eftir helgi. Útlit er fyrir fremur hlýja viku og lengst af bjart og gott veður norðantil, en fremur þungbúið syðra og væta af og til, einkum þó á mánudag.
Veðurhorfur á landinu
Norðvestan 8-13 m/s NA- og A-lands í dag, annars hægari vindur. Léttskýjað S-til á landinu, en dálítil él fyrir norðan. Hiti 0 til 9 stig, mildast syðst, en víða frost í nótt.
Hæglætisveður á morgun, þurrt og bjart. Heldur hlýnandi. Vaxandi austanátt sunnan heiða síðdegis, 10-18 m/s og rigning annað kvöld, hvassast syðst.
Spá gerð: 11.05.2019 09:33. Gildir til: 13.05.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hægari og styttir upp um kvöldið. Hiti 7 til 14 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Sunnan og suðaustan 8-13 m/s, skýjað og dálítil rigning öðru hverju S- og V-lands. Hægari vindur á N- og A-landi, skýjað með köflum og þurrt. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast um landið NA-vert.
Á fimmtudag og föstudag:
Suðlæg átt og bjartviðri N- og A-lands, en skýjað og stöku skúrir annars staðar. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 11.05.2019 07:50. Gildir til: 18.05.2019 12:00.