,,Ríkisstjórnin lækkaði persónuafsláttinn og er ekki að ná neinum árangri í skattalækkunum, skattar hafa verið að hækka en ekki lækka. Við munum hækka persónuafsláttinn í 100.000 krónur ef við náum umboði þjóðarinnar. Segir Guðmundur Franklín Jónsson hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum en stefnuskrá flokksins og ný heimasíða var kynnt í dag.
Þar segir: Persónuafsláttur hækkaður í 100.000 kr. á kjörtímabilinu og skattleysismörk verði um 300.000 kr. Leitast skal ávallt við að hafa skatta sem lægsta og snúa við hverri krónu í ríkisrekstri til að ná fram tilætlaðri hagræðingu í stað þess að bæta í hítina. Báknið hefur þanist út undanfarna áratugi og verður að stöðva þá þróun og passa upp á gagnsæi.
66 atriði eru kynnt af málefnaskránni á síðu flokksins í dag:
Umræða