Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra þar til fyrir tæpum mánuði síðan, telur sig ekki þurfa að svara spurningum um mál sem hún kom að á Alþingi sem enn eru í vinnslu þar.
Í fyrsta skipti er forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að þurfa mögulega að samþykkja eða synja lögum sem viðkomandi kom að á þingi sem ráðherra. (Það eitt og sér, gerir hana í raun vanhæfa sem forseta sem öryggisventill þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskrá.)
Þetta kemur fram um gjafafrumvarp Katrínar til erlendra risafyrirtækja sem hafa verið reglulega í fréttum vegna strokulaxa sem hafa óafturkræf umhverfisslys og sýkingar í öllum ám landsins í för með sér og er meðal annar fjallað um stöðu Katrínar, í nákvæmri greiningu Heimildarinnar.
Samkvæmt frumvarpi hennar, eiga laxeldisfyrirtækin á Íslandi sem eru í eigu útlenskra stórfyrirtækja að fá ótímabundin leyfi til að stunda sjókvíaeldi hér á landi með tilheyrandi skaðsemi fyrir náttúruna.
Umhverfisslys og náttúruspjöll og óafturkræfar sýkingar i öllum ám á Íslandi vegna strokulaxa er þegar orðin staðreynd. Eins og hefur löngu raungerst í Noregi, Bretlandi og víðar, en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur hundsað þær viðvaranir undanfarin ár og staðið af heilum hug með starfseminni sem er margsek um náttúruspjöll á kostnað náttúrunnar og hreinleika landgrunnsins.
Frumvarp Katrínar um að gefa firði Íslands – Nýtt gjafakvótakerfi