Ragga nagli er sálfræðingur með áherslu á heilsuvenjur og einkaþjálfari með áherslu á heilbrigðan lífsstíll. Hún skrifar mjög oft áhugaverða pistla um mál tengd heilsu, hreyfingu, samskiptum ofl. Hér að neðan er einn þeirra sem við mælum með:
Alltof oft sættum við okkur við ömurlegar afsökunarbeiðnir sem eru gaslýsingar
„Þú ert alltof mikið snjókorn. Þolir ekki neitt.“
- „Fyrr má nú vera hvað þú ert dramatískur.“
- „Ég var bara að djóka… má bara ekkert segja við þig.“
- „Nú ertu að bregðast alltof harkalega við enn og aftur.“
- Stundum er öllu sópað undir teppið eins og þar safnast það upp í gremju og pirringi.
- „Gleymum þessu bara.“
- „Horfum bara framávið“
- „Erum við ekki bara góð?“
- Við eigum ekki að sætta okkur við ömurlegar afsökunarbeiðnir.
Þegar á okkur hefur verið brotið eigum við skilið elegant og auðmjúka afsökunarbeiðni.
- ✅Taka fulla ábyrgð. Þetta er kjarninn í að biðjast raunverulega afsökunar. Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni.
- ✅Virðing fyrir tilfinningum hinnar manneskjunnar. Ekki gaslýsa. Ekki tilfinningasmána. Ekki fara í fórnarlambsgír.
- ✅Sýna raunverulega iðrun yfir eigin gjörðum. Ekki reyna að réttlæta eða verja gjörðirnar.
- ✅Lýsa yfir breytingu á hegðun og hvernig viðkomandi ætlar að bregðast betur við næst. Þetta atriði gleymist alltof oft í afsökunarbeiðini, en rannsóknir sýna að er mikilvægasta atriðið til að fá fyrirgefningu náungans.
Ekki nóg að prumpa bara út lélegu Sorrý-i
- Það er ekki nóg að prumpa bara út lélegu Sorrý-i og halda að þá rigni glimmeri, allir detti í blússandi hamingju og Village People á fóninn.
- Tilfinningalega vanþroskað fólk biðst bara afsökunar til að snúa málum aftur sér í hag. Til að hafa hina manneskjuna á sínu bandi, en halda svo áfram að vaða yfir mörk og beita klækjabrögðum til að ná sínu fram.
- Tilfinningalega þroskað fólk sýnir iðrun og auðmýkt. Það biðst afsökunar af einlægni. Tekur ábyrgð á gjörðum sínum. Viðurkennir tilfinningar annarra. Lýsir yfir breytingu á hegðun í framtíðinni.
- Ef viðkomandi breytir ekki hegðun, og fleygir ítrekað inn skítasorrý-i eftir rangar gjörðir, þarftu á einhverjum tímapunkti að endurskoða sambandið til að vernda innri sálarfrið.
Umræða