Hugleiðingar veðurfræðings
Hæðarhryggur er á leið austur yfir land, í dag verður fremur hæg suðlæg átt og yfirleitt léttskýjað, en sums staðar þokubakkar við ströndina. Hiti víða 13 til 18 stig seinnipartinn. Í kvöld nálgast lægð úr suðvestri og það þykknar upp suðvestanlands.
Á morgun er spáð suðaustan kalda eða stinningskalda og súld eða rigningu öðru hverju á Suður- og Vesturlandi. Hægari vindur annars staðar og léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðan heiða.
Það er útlit fyrir svipað veður á fimmtudag, en þó styttir smám saman upp vestanlands og það eru líkur á að hiti nái 20 stigum á Norðurlandi.
Spá gerð: 11.06.2024 06:44. Gildir til: 12.06.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s í dag og víða léttskýjað, en sums staðar skýjað við vesturströndina. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast suðaustanlands.
Suðaustan 8-13 m/s á Suður- og Vesturlandi á morgun, annars heldur hægari. Rigning eða súld með köflum sunnan- og vestanlands, en léttskýjað á norðaustanverðu landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðan heiða.
Spá gerð: 11.06.2024 10:10. Gildir til: 13.06.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðaustan 8-15 m/s, en hægari norðvestantil. Rigning eða súld af og til á Suður- og Vesturlandi, en bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað en úrkomulítið vestantil, en víða léttskýjað eystra. Hiti 10 til 17 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Norðaustlæg átt og bjart með köflum, en skýjað fyrir norðan. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
Á mánudag (lýðveldisdagurinn):
Norðlæg átt og víða bjart vestantil, en skýjað og kólnar heldur um austanvert landið.
Spá gerð: 11.06.2024 08:23. Gildir til: 18.06.2024 12:00.