Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir mánudagskvöldið 14. júlí:
- Malbikun á hringveginum við Olís í Norðlingaholti (viðhengi 8.0.42). Framkvæmdirnar munu standa frá 20:00 til 07:00 þriðjudagsmorguninn 15. júlí.
- Hringveginum verður lokað í báðar áttir á milli Rauðavatns og gatnamóta við Nesjavallaleið. Hjáleið verður um Hafravatnsveg.
- Malbikun á hringveginum norðan við Hvalfjarðargöng í báðar áttir (viðhengi 8.0.48 og 8.0.34). Framkvæmdirnar munu standa frá 20:00 til 07:00 þriðjudagsmorguninn 15. júlí.
- Kaflinn er um 500 m langur. Hvalfjarðargöngum verður lokað í báðar áttir ásamt hringtorginu við Akrafjallsveg. Hjáleið verður um Hvalfjörðinn.
- Hvalfjarðargöngum verður svo lokað aftur þriðjudagskvöldið 15. júlí kl 20:00 til 07:00 miðvikudagsmorguninn 16. júlí vegna malbikunar á sama kafla.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
Umræða