-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Var Guðmundur myrtur eða lést hann af slysförum?

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Árið 2016 voru menn handteknir og yfirheyrðir vegna málsins

GUÐMUNDUR EINARSSON – Hvarf þann 27. JANÚAR 1974 

Guðmundur Einarsson

Bjarki Hólmgeir Halldórsson tók efnið saman

Guðmundur Einarsson var næst elstur af fjórum bræðrum, fæddur 6. ágúst 1955. Hann bjó í húsinu Hraunprýði í Blésugróf ásamt fjölskyldu sinni. Ókvæntur og barnlaus.
Laugardagskvöldið 26. Janúar 1974 fór hann ásamt nokkrum vinum sínum í samkvæmi í flatahverfi í Garðabæ. Var þar setið að drykkju og spjalli fram eftir kvöldi en svo farið á dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Á ballinu varð hann viðskila við samferðarmenn sína en í gögnum málsins kemur fram að hann hafi verið nokkuð ölvaður.
Um miðnætti eru tvær ungar stúlkur á akstri fyrir utan Alþýðuhúsið. Þær sjá þar Guðmund, sem þær þekktu ásamt örðum manni og reyna þeir að stöðva þær að því er virðist til að fá far. Þær verða samt ekki við þeirri beiðni þar sem samferðamaður Guðmundar er talsvert mikið ölvaður og leist því ekkert á að fá þá upp í bílinn.
Þegar lýst var eftir Guðmundi gáfu sig fram fleiri vitni. Þrír menn sem voru á ferð um Reykjavíkurveg þessa nótt stöðvuðu bifreiða sína þegar maður sem þeir telja að hafi verið Guðmundur gekk í veg fyrir bifreið þeirra og yfir götuna. Segja þeir meðal annars frá því að hann hafi fallið í götuna, staðið upp aftur og haldið leiðar sinnar. Þeir sögðu hann hafa verið einann á ferð.
Guðmundur var 180 sm á hæð, klæddur doppóttum jakka, grænleitum buxum og brúnum skóm. Hann var með með dökkt sítt hár. Fyrstu dagana eftir hvarfið var gerð umfangsmikil leit af honum sem skilaði aldrei neinum árangri. Erfiðlega gekk að leita vegna ófærðar og mikilla snjóa.
Flestir þekkja þanna málatilbúnað sem til varð næstum tveim árum síðar sem endaði með dómi í hæstarétti yfir fjórum mönnum í svokölluðu Guðmundar og Geirfinnsmáli. Við þessa samantekt verður ekki kafað neitt sérlega í þann málatilbúnað.
Gumundur fannst aldrei né komu fram nothæfir framburðir sem urðu til þess að lík Guðmundar finndist eða vitað hafi verið með fullnægandi hætti hvað hefði getað orðið um það. Þegar þetta er skrifað er ný búið að mæla með endurupptöku málsins og við lestur málsgagna verður ekki betur séð en að saklaust fólk hafi verið dæmt fyrir hvarf þeirra beggja, þar að segja Guðmundar og svo Geirfinns Einarssonar sem hvarf 19. nóvember sama ár.
Árið 1996 gáfu rekstraraðilar Alþýðuhúsinns skýrslu vegna endurupptökubeiðni á Guðmundarmálinu. Segja þau þar frá því að eftir ballið þegar þau voru að ganga frá í eldhúsi staðarins hafi þau veitt athygli að tveir menn talsvert ölvaðir voru fyrir utan húsið og ræddust við. Þau telja annan þessara manna hafa verið Guðmund en hinn þekktu þau ekki. En af lýsingum af dæma getur það ekki átt við neinn þeirra sem dæmdir voru í málinu.
Árið 2014 gaf sig fram nýtt vitni. Það var kona sem sem sagðist hafa verið á ferð þessa nótt í Engidal í Hafnarfirði ásamt kærasta sínum og vini hans. Hafi þeir ekið á Guðmund og tekið hann svo upp í bílinn. Sagði hún að hann hafi verið með lífsmarki þegar hann var tekinn upp bílinn en hann hafi sennilega verið látinn þegar hún fór út úr bílnum í Vogahverfi í Reykjavík. Árið 2016 voru þessir menn handteknir og yfirheyrðir en ekkert kom út úr þeim yfirheyrslum. Athygli vekur að annar þeirra handteknu gaf skýrslu vegna málsins á þeim tíma sem það var til rannsóknar. Hann segir þar að hann hafi verið þessa nótt með vini sínum en sá vinur er bróðir þess manns sem sagt er að hafi verið í ofangreindri ökuferð og var handtekinn 2016 sem áður segir.
Í ljós hefur komið að sá maður sem konan greinir frá hér að ofan er sami maður og gaf vitnisburð í lok árs 1975 sem varð til þess að fólkið sem var dæmt fyrir hvarf Guðmundar var í upphafi yfirheyrt vegna þess. Hann hefur síðar sagt frá því í sjónvarpsviðtali sem aldrei hefur verið birt að hann hafi þar komið sök á saklaust fólk og beri sjáfur ábyrgð á dauða Guðmundar. Þrátt fyrir það og að hafa játað það fyrir fleira fólki neitaði hann öllu við yfirheyrslu árið 2016. Sökum ölvunar viðmælandans var hann ekki talinn nóg og trúverðugur.
Við samantekt þessa bárust greinarhöfundi upplýsingar. Þar segir að skömmu áður en Guðmundur hvarf hafi hann vitnað gegn ofangreindum manni í alvarlegu líkamsárásarmáli. Á sá sem fyrir árásinni varð að hafa hlotið varanlegan skaða af. Ef skoðuð eru gögn málsins má þar einnig finna ábendingu um þetta atriði.
En þrátt fyrir mikla leit, Hæstaréttardóm og síðari tíma upplýsingar er Guðmundur ennþá ófundinn. Allt útlit er fyrir að þau sem dæmd voru vegna hvarfsins séu saklaus. Reistur hefur verið minnigarsteinn til minningar um Guðmund í Gufuneskirkjugarði.
Lögreglan rannsakar ennþá málið og aðhafðist t.d. síðast í því fyrir þremur árum skv. ofangreindu og tekur við ábendingum frá almenningi hafi einhver vitneskju um málið.
Búir þú yfir upplýsingum eða vilt koma á framfæri ábendingu varðandi ofangreinda grein, eða önnur mannshvörf er þér bent á að hafa samband með tölvupósti. Póstfangið er: [email protected]
Bjarki Hólmgeir Halldórsson tók efnið saman