Maður sem lést við sjósund við Langasand í vikunni hét Elías Jón Sveinsson. Elías var fæddur árið 1966. Hann var reyndur sjósundkappi en hann bjó á Akranesi á æskuárum.
Foreldrar hans voru þau Sveinn Elías Elíasson og Sveinbjörg Zóphaníasdóttir. Sveinn Elías var bankastjóri Landsbankans á Akranesi. Hann lést árið 2016 og Sveinbjörg lést árið 2014.
Elías var við sjósund ásamt öðrum við Langasand þann að kvöldi 9. júlí. Ítarleg leit hófst rétt eftir kl. hálf níu eftir að Elías skilaði sér ekki í land. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni ásamt fjölmennum hópi úr Björgunarfélagi Akraness. Skagafréttir greindu frá.
Umræða