Tveir karlmenn eru vistaðir í fangageymslu lögreglu eftir daginn. Annar þeirra var handtekinn eftir að hafa veist að fólki í Kringlunni fyrr í dag. Hann reyndi að hlaupa undan lögreglu en náði ekki langt áður en hann var hann handtekinn. Hinn maðurinn er vistaður eftir að hafa tvisvar sinnum verið staðinn að þjófnaði í miðborg Reykjavíkur.
Þá var sérsveitin kölluð út áðan og mætti hún á stærsta bíl sveitarinnar. En ekki ber mikið á aðgerðum að öðru leiti, blaðamaður Fréttatímans var mættur á svæðið á sama tíma og sérsveitina bar að í Vallarhverfinu í Hafnarfirði. Lögreglan er einnig á svæðinu en vill ekki gefa nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða