Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðvestan 3-10 m/s, en 13-23 austantil, hvassast á Suðausturlandi. Dregur úr vindi í kvöld. Dálitlar skúrir eða slydduél norðaustanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti 2 til 10 stig í dag, mildast á Suður- og Vesturlandi.
Norðvestan 3-8 á morgun, en 8-15 um landið austanvert. Víða bjart veður, en líkur á smáskúrum suðvestanlands. Hiti 5 til 12 stig yfir daginn.
Spá gerð: 11.09.2024 10:00. Gildir til: 13.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Breytileg átt 3-10 m/s og víða léttskýjað. Hiti 2 til 10 stig, en líkur á næturfrosti inn til landsins.
Á laugardag:
Norðaustan 5-15, hvassast við suðausturströndina. Þykknar upp á Suðaustur- og Austurlandi, annars víða bjart. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Norðlæg átt, skýjað með köflum og dálítil væta um tíma austast. Hiti 2 til 10 stig yfir daginn, mildast sunnanlands.
Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir syðst. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Suðaustanátt og bjart veður norðaustantil, en fer að rigna sunnan og vestanlands seinnipartinn.
Spá gerð: 11.09.2024 09:26. Gildir til: 18.09.2024 12:00.