Hugleiðingar veðurfræðings
Lægðin sem olli vonskuveðrinu hér í gær og nótt fjarlægist nú og stefnir á Noreg. Veðrið gengur því niður í dag, fyrst vestantil á landinu. Þó verður enn allhvasst eða hvasst austast seint í dag.
Næsta lægð fer austur skammt fyrir sunnan lægð í nótt og á morgun. Henni fylgir nokkuð hvöss norðaustanátt og má búast við stormi og jafnvel roki við suðurströndina fram yfir hádegi á morgun. Slydda eða snjókoma með köflum, en að mestu þurrt suðvestanlands seinnipartinn. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.
Spá gerð: 11.10.2023 06:45. Gildir til: 12.10.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Minnkandi norðan- og norðvestanátt, 13-20 m/s á Suðaustur- og Austurlandi, en hægari þar síðdegis. Mun hægari vindur annars staðar. Dálítil slydda eða snjókoma norðaustantil, en annars þurrt að kalla. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.
Hvessir aftur í nótt. Norðaustan og norðan 10-18 á morgun, en 15-23 syðst fram eftir degi. Slydda eða snjókoma með köflum, hiti 0 til 5 stig. Úrkomulítið suðvestanlands eftir hádegi.
Spá gerð: 11.10.2023 10:46. Gildir til: 13.10.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðan 10-18 m/s og él, en úrkomulítið um landið sunnanvert, hvassast austast. Dregur smám saman úr vindi eftir hádegi. Hiti kringum frostmark.
Á laugardag:
Vestlæg eða breytileg átt 5-10 m/s. Dálítil él og frost 0 til 6 stig, en hlýnar vestantil er líður á daginn.
Á sunnudag:
Suðvestan 5-13 m/s, hvassast við suðurströndina. Rigning, einkum um landið vestanvert og hiti 1 til 8 stig, en slydda eða snjókoma og hiti um frostmark norðaustantil framan af degi.
Á mánudag:
Suðvestlæg átt og smá skúrir, en að mestu bjart um norðaustanvert landið. Hiti 0 til 8 stig.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrt norðaustanlands.
Spá gerð: 11.10.2023 08:30. Gildir til: 18.10.2023 12:00.