Alvarlegt umferðarslys varð á Norðausturvegi skammt frá bænum Hóli í Kelduhverfi laust fyrir kl. 16 í gær.

Árekstur varð með vörubíl og fólksbíl. Tveir slasaðir aðilar voru fluttir af vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti annan aðilann til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en hinn var fluttur með sjúkraflugi frá Húsavík til aðhlynningar á Landspítalanum í Reykjavík.
Norðausturvegi var lokað vegna vettvangsvinnu en hjáleið er opnuð.
Ekki verða gefnar frekari upplýsingar að svo stöddu
Umræða