Eineltisáætlun kennaraforystunnar
Margir grunnskólar eru með eineltisáætlanir. Segir svo frá í eineltisáætlun eins grunnskólans: „Einelti felur í sér misbeitingu á valdi með þeim afleiðingum að þolanda líður illa og hann finnur til varnarleysis. Einelti fer oft fam þar sem enginn sér. Sá sem er lagður í einelti vill oft ekki segja frá því sem gerist svo hann hljóti ekki verra af. Þess vegna er mjög áríðandi að allir þekki einkenni eineltist.“
Svo mörg voru þau orð. Svo virðist sem kennaraforustan hafa gleymt þessari ágætu lýsingu grunnskólans á einelti. En hvað er það annað en einelti gagnvart ákveðnum hópi foreldra og barna þegar örfáir leik- og grunnskólar eru teknir út úr jöfnunni og þar keyrt áfram verkfall?
Í hinum skólunum brosa foreldrar í kampinn: „Mikið var ég nú heppin að lenda ekki í þessu með barnið.“ En þannig hugsa einmitt þeir foreldrar sem sleppa við
að barnið lendi í einelti í skólanum. Þeirra barn slapp undan eineltinu líkt og það slapp núna undan refsivendi kennaraforystunnar.
Í áætluninni stendur: „Sá sem er lagður í einelti vill oft ekki segja frá því sem gerist svo hann hljóti ekki verra af.“ Þetta veit kennaraforsustan vel. Foreldrarnir sem verða fyrir eineltinu þora ekki að tjá sig því barnið þeirra er jú í skólanum nokkra klukkutíma á dag. En í eineltisáætluninni stendur líka undir
liðnum Forvarnir gegn einelti: „Til að fyrirbyggja einelti þarf samstillt átak nemenda, forráðamanna og starfsmanna skólans.
Miðlun góðra lífsgild, regluleg fræðsla og umræður um einelti og afleiðingar þess eru nauðsynlegar. Allir aðilar skólasamfélagsins þurfa að deila ábyrgð, sýna virðingu og láta sig líðan annarra varða.“
Það er greinilegt að forysta kennara hefur gleymt þessum lið eineltisáælunarinnar. Með því að mismuna svona freklega foreldrum og börnum í leik- og grunnskólum er hún hvorki að: „…deila ábyrgð, sýna virðingu eða láta sig líðan annarra varða.“
Guðmundur Jónssson