0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Söngkona Roxette er látin

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Marie Fredriksson, söngkona Roxette sem var ein þekktasta söngkona frá  1980 og til síðustu aldamóta, er látin 61 árs að aldri, eftir langvarandi veikindi.
Fjölskylda hennar sagði í yfirlýsingu við Expressen dagblaðið, í heimalandi sínu í Svíþjóð: „Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum að einn stærsti og ástsælasti listamaður okkar er horfinn.“
Í september 2002 fékk Fredriksson flog á baðherbergi á heimili sínu og fékk höfuðhögg sem olli sprungnu á hauskúpu hennar. Í kjölfar rannsókna, kom í ljós að hún var með heilaæxli og hún fékk skilaboð um að hún ætti skammt eftir ólifað. Hún átti við heilsufarsvandamál að stríða vegna geislameðferðar en gat samt sungið til ársins 2016, þegar hún tilkynnti starfslok sín vegna veikinda.
Félagi hennar í Roxette, Per Gessle, lýsti ást sinni á Fredrikssyni og fjölskyldu hennar og sagði: „Hlutirnir verða aldrei aftur eins.“
https://www.theguardian.com/music/2019/dec/10/roxette-singer-marie-fredriksen-dies-aged-61