• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 6. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Maður ákærður vegna hvarfs Anne-Elisabeth Hagen

Vegabréfið hefur verið mikilvægt í rannsókninni á mannhvarfmálinu

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
11. desember 2022
in Erlent, Fréttir
A A
0

Ákærður í Lørenskog málinu: Rannsóknarlögreglan fann vegabréf á í tölvu þess ákærða. Síðustu ár hefur maðurinn sem er á þrítugsaldri verið til rannsóknar hjá lögreglunni í Noregi. Þegar rannsakendur opnuðu tölvu hans, fundu þeir mynd sem er lykilvísbending í Lørenskog málinu svokallaða sem er stolna vegabréfið sem stolið var af Ole Henrik Golf.

Forsagan – Vegabréfið

Vegabréfið hefur verið mikilvægt í rannsókninni á mannhvarfmálinu – Mynd:VG

Einhvern tíma á milli apríl 2013 og vetrar 2016 var afriti af vegabréfi Ole Henrik Golf frá Mandal stolið. Eintakið er selt á nokkrum markaðsstöðum á myrka vefnum. Golf vissi ekki af þjófnaðinum.

7. júní 2018: Vegabréfið var selt aftur – að þessu sinni á óþekktu markaðstorgi á myrka vefnum, hinum stjórnlausa og dulkóðaða hluta internetsins. Fyrir lögregluna er þetta tímabil mjög áhugavert. Það er á þessu tímabili sem nokkur skref í skipulaginu eru framkvæmd sem leiða til brottnáms Anne-Elisabeth Hagen.

Nákvæmlega einum mánuði síðar – 7. júlí 2018 – býr einhver til netfang í nafni Golf: ohgolf@mail.com Næstu daga var þetta netfang notað til að búa til reikninga á nokkrum rafmyntareikningum. Þetta átti eftir að verða miðpunktur hvarfsmálsins.

Vegabréfið hefur verið mikilvægt í rannsókninni á mannhvarfmálinu síðan síðla hausts 2018 og tengist skipulagi á brottflutningi á Anne-Elisabeth Hagen af heimili sínu. Lögreglan veit að stolið vegabréf sem tilheyrir Ole Henrik Golf, hefur verið misnotað af einum eða fleiri gerendum í þessu tæplega fjögurra ára gamla sakamáli – en einnig af öðrum sem ekki tengjast málinu.

Tom Hagen og Anne-Elisabeth

Árið 2020 rannsakaði efnahagsbrotadeildin dæmdan mann á þrítugsaldri frá Ósló. Við rannsóknina lögðu þeir meðal annars hald á tölvu sem tengdist honum. Þegar rannsakendur fóru í gegnum innihald tölvunnar fundu þeir mynd af stolna vegabréfinu. Efnahagsbrotadeildin sendi upplýsingarnar til samstarfsmanna í því lögregluumdæmi sem rannsakar Lørenskog-málið.

Maðurinn er á þrítugsaldri

,,Mér er óheimilt samkvæmt lögum að tjá mig um þær upplýsingar sem fjölmiðlar hyggst búa yfir,“ segir verjandi ákærða, lögmaðurinn Marius Dietrichson.

Á síðasta ári framkvæmdi lögreglan röð rannsóknaraðgerða sem leiddi hana að uppgötvun myndarinnar af vegabréfinu sem hún tengir við dæmdan mann á þrítugsaldri, frá Ósló. Lars Reinholdt-Østbye lögreglustjóri í umdæmi lögreglunnar vill ekki svara spurningum, vegna þagnarskyldu í málinu. Maðurinn sem er á þrítugsaldri var grunaður á þessu tímabili. Hann var lögreglunni að góðu kunnur úr fyrri málum sem voru líkamsárásir, skilríkisþjófnaður, fjársvik og skjalafals.

Anne-Elisabeth

Hafði lögreglan nú fundið þann sem keypti afrit af vegabréfi Ole Henrik Golf á myrka vefnum?  Átti hinn dæmdi á þrítugsaldri þátt í að skipuleggja hvarf Anne-Elisabeth Hagen? Eða er hann bara maður sem hefur verið með vegabréfið – án þess að hafa hlutverk í Lørenskog-málinu yfir höfuð?

Samhliða leynilegri rannsókn á manninum síðastliðið haust og vetur fór lögreglan opinberlega í leit að öllum sem höfðu keypt, deilt eða selt stolnu auðkennin. Þá óskaði lögreglan eftir aðstoð verslana, greiðslumiðlunar og allra sem geta leitað að nafni Golf á viðskiptavinalistum sínum. ,,Ég vil hvetja þá til að tilkynna til lögreglu. Það er kominn tími á það, sagði saksóknarinn Gjermund Hansen.“

Lögreglan lagði einnig mikið á sig við að leysa málið og lofaði m.a. sakaruppgjöf og friðhelgi fyrir refsingu, fyrir vitni sem hugsanlega höfðu framið refsivert brot.

Að hve miklu leyti myndirðu segja að þessi skilríkisþjófnaður bendi til Norðmanns? ,,Við höfum nokkrar mismunandi tilgátur um það og það er margt sem hægt er að benda á þar. Um er að ræða norskt vegabréf sem stolið hefur verið af Norðmanni og er það ítrekað í nokkrum norskum sakamálum. Þannig að það er eitt af mörgu sem stefnir í átt að Noregi,“ svaraði þáverandi yfirsaksóknari.

Í lok maí var kæra fyrir morð leynilega lögð fram á hendur manninum á þrítugsaldri. Samkvæmt ákærunni þarf hlutdeild að morðinu að hafa átt sér stað á tímabilinu frá júní 2018 til hvarfdags 31. október 2018, þ.e. á því tímabili sem lögreglan telur að meginhluti skipulagningar mannránsins hafi átt sér stað.

Maðurinn sem er á þrítugsaldri, er ákærður fyrir morð, en hann neitar sök, að sögn verjanda síns, lögfræðingsins Marius Dietrichson. Lögreglan svarar engum spurningum tengdum Lørenskog-málinu.

Umræða
Share5Tweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Lýst eftir Kristínu O. Sigurðardóttur

    Lýst eftir Kristínu O. Sigurðardóttur

    13 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    93 deilingar
    Share 37 Tweet 23
  • Hömlulausar netaveiðar í Ölfusá – Villti laxastofninn er í útrýmingarhættu

    8 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • Málaliðar fyrir stærstu útgerðarfélög landsins

    13 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Barnavernd samþykkir tálmun til 15 ára

    184 deilingar
    Share 74 Tweet 46
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?