-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Flug-bílar í framleiðslu og sölu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

AeroMobil, leiðandi hönnuður í heiminum varðandi fljúgandi bíla, hefur tekið næsta skref í fyrirhugaðari framleiðslu sinni á fljúgandi bílum og sækir nú um leyfi fyrir hönnun loftfarsins, AeroMobil 4.0 með því að leggja fram umsókn um flugskírteini fyrir flug-bifreiðina hjá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA).

Þessi ákvörðun merkir áframhaldandi vinnu AeroMobil við að undirbúa framleiðslu á flug-bílum og nú er beðið eftir samþykki fyrir flugvéla- og bifreiðarreglugerð, fyrir fyrsta ökutækið.

Hægt er að panta farartæki nú þegar en stefnt er að því að framleiða 500 farartæki á ári og verðið er 1,5 milljónir dollara. Hraði í flugi er mestur 360 km. og getur flogið 750 km. vegalengd á eldsneytinu og í akstri er hámarkshraði 160 km.

Árið 2019 mun  fyrirtækið ljúka endanlegri flug- og akstursprófun áður en farið er að fullu í framleiðslu á flug-bílnum. CNN fjallaði ítarlega um málið. Fyrir þá sem að hafa áhuga, þá geta þeir pantað sér flug-bíl nú þegar á heimasíðu fyrirtækisins.