Landssamband veiðifélaga mótmælir harðlega fyrirætlan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Landssamband veiðifélaga mótmælir harðlega þeirri fyrirætlan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að fella brott ákvæði gildandi fiskeldisreglugerðar um bann við sjókvíaeldi á friðunarsvæði við ósa laxveiðiáa. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna.
Ráðherra hefur haldið því fram að lögfesting áhættumats erfðablöndunar tryggi vernd laxastofna með sama hætti og reglugerðarákvæðið hefur gert allt frá því það var sett árið 1988. Það er fyrirsláttur. Það er augljóst að með þessari breytingu er ráðherra að tryggja að ekkert fái stöðvað áform um laxeldi á gildandi friðunarsvæði Langadalsár og Hvannadalsár í Ísafjarðardjúpi. Þá opnar þessi breyting á eldi í næsta nágrenni við árnar i Eyjafirði, svo sem Fnjóská þar sem þessi fjarlægðarmörk skipta miklu máli.
Talið að um milljón laxar sleppi úr laxeldisstöðvum á ári
Norðmenn framleiða núna 1.200.000 tonn af laxi í um 600 laxeldisstöðvum í Noregi og hafa því í gegnum árin öðlast mikla reynslu af kostum og göllum laxeldis þar í landi.
100 af 450 laxveiðiám í Noregi eru lokaðar fyrir stangaveiðimönnum eða rúmlega ein af hverjum fimm og 50.000 laxar hafa drepist í norskum laxveiðiám vegna laxalúsar eða 10% af öllum stofninum þar í landi, af viltum Atlantshafslaxi sem er sama stofn tegund og á Íslandi.
Árlegt hlutfall dauða villtra laxa úr stofninum í norskum ám á árunum 2010-2014 voru um 50.000 laxar eða um 10% af heildar stofninum.
Laxeldisstöðvar gefa upp að árlega undanfarinn áratug hafi sloppið um 200.000 laxar frá þeim út í umhverfið en vitnað er í rannsókn á árunum 2005-2011 þar sem því er haldið fram að fjöldinn geti jafnvel verið nálægt milljón löxum á ári eða að minnsta kosti fjórfalt það magn sem að fiskeldisstöðvar gefa upp.
Lúsin drepur u.þ.b. 50.000 fullorðna villta laxa á ári í norskum laxveiðiám og fjöldi villtra laxa hefur fallið niður í 478.000 fiska úr því að vera meira en milljón fyrir um aldrafjórðungi að því er kemur fram í rannsókninni. Ástandið er það slæmt að um 100 af 450 laxveiðiám eru nú lokaðar stangveiðimönnum. Árlegt hlutfall dauða villtra laxa úr stofninum í norskum ám á árunum 2010-2014 voru um 50.000 laxar eða um 10% af heildar stofninum.
Norðmenn eru að nota um 700 milljónir íslenskra króna í rannsóknir vegna laxeldis og áhrifa þess á umhverfið. Umhverfissjóður sjókvíaeldis á Íslandi úthlutaði 87 milljónum í apríl 2017. Meginmarkmið með styrkjum úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Að þessu sinni var úthlutað tíu styrkjum alls að upphæð 86,6 m.kr. og eftirtöld verkefni hlutu styrk:
- Matís og Hafrannsóknastofnun. Erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna 6 m.kr.
- Hafrannsóknastofnun. Útbreiðsla laxfiska og umhverfisþættir vatnsfalla á Austfjörðum 3 m.kr.
- Náttúrustofa Vestfjarða. Vöktun á lús á villtum laxfiskum á Vestfjörðum 4,94 m.kr.
- Náttúrustofa Vestfjarða. Bætt vöktun fiskeldis með notkun líffræðistuðla 1,8 m.kr.
- Hafrannsóknastofnun. Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis 22 m.kr.
- Tilraunastöð HÍ að Keldum. Rannsóknir á veirusýkingum í hrognkelsum 5 m.kr.
- Landssamband Veiðifélaga. Gerð skýrslu um heildar efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða á Íslandi 1 m.kr.
- Akvaplan-niva. Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan 4 m.kr.
- Hafrannsóknastofnun. Áhætta erfðablöndunar á villta stofna 13,875 m.kr.
- Hafrannsóknastofnun. Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða 25 m.kr.
Það er öruggt skv. framangreindu að stórlega þurfi að auka fjárveitingar til þessa málaflokks á Íslandi. Vegna þess að mörg leyfi til þess að reka laxeldi í sjó, hafa verið gefin út um allt land undanfarið. Þar sem að heimilt er að rækta þúsundir tonna af eldislaxi.
Norðmenn gera ekki lítið úr því að töluverð hætta er á að laxar sleppi úr kvíum eins og dæmin sanna þó svo að í seinni tíð séu þær betur búnar en áður fyrr þá dugir það ekki til. Stærsta fyrirtækið í Noregi og í heimi, Marine Harvest framleiðir um 400.000 tonn af eldislaxi og hægt er að sjá heimasíðu þeirra hér: http://marineharvest.com/about/in-brief/
Eldisstöðvarnar í Noregi eru látnar bera ábyrgð og greiða skaðabætur ef að meira en 4% af laxi í laxveiðiám eru frá laxeldisstöðvum, jafnframt hefur norksa hafrannsóknarstofnunin staðfest að meiri laxalús er á þeim löxum í ám sem eru nærri laxeldi og að laxalúsin getur borist lengra með hafstraumum en aðrir sjúkdómar. Vegna þessa hefur norska stofnunin í hyggju að fjarlægja og loka einhverjum af þessum laxeldisstöðvum.
Norsk laxeldisfyrirtæki hafa verið að hasla sér völl á Íslandi og því hefur verið haldið fram að það sé vegna þess að regluverkið og kröfurnar sé slakara hér en í Noregi og hafa þau komið sér fyrir t.d. bæði á austurlandi og á vestfjörðum.
Landssamband Laxeldisstöðva á Íslandi hafa tekið það saman á heimasíðu sinni og spá að laxeldisfiskar hér á landi verði um 40.000 tonn árið 2020 ,, Á árinu 2016 verður alls slátrað um 15.000 tonnum af eldisfiski sem er aukning um 80% frá fyrra ári. Þetta er mesta magn frá upphafi fiskeldis hér á landi. Fyrra met er frá árinu 2006 þegar slátrað var um tíu þúsund tonnum. Mest er framleitt af laxi, alls um 8.000 tonn en bleikjan kemur þar á eftir með 4.000 tonn. Öll framleiðsla fiskeldisins fer fram á landsbyggðinni. Mikill vöxtur í atvinnugreininni og ljóst að framleitt magn á Íslandi verður um 40 þúsund tonn á ári árið 2020. Samkvæmt því verður fiskeldið umfangsmeiri atvinnugrein en landbúnaður innan tveggja til þriggja ára,, segir jafnframt á vefsíðu þeirra.
Hafrannsóknarstofnunin á Íslandi telur að fari fjöldi laxa úr laxeldi í íslenskum ám saman við viltan lax ekki yfir 4% þá bendi það til að blöndunin sé innan þeirra marka og eigi villti laxinn að þola þá blöndun. Erfðablöndun var staðfest í Elliðaám á árunum 1990 til 2005 einnig hefur fundist erfðablöndun í tveimur ám á Vestfjörðum árin 2014 og 2015.
Mikil umræða hefur átt sér stað t.d. meðal íbúa við Ísafjarðardjúp um það hvort að eigi að heimila laxeldi þar eða ekki og takst þar á byggða- og náttúruverndarsjónarmið og sitt sýnist hverjum þar um og má segja að þar séum við einnig í sömu sporum og norðmenn en þar er öflug byggðastefna rekin og má segja að hún hafi haft yfirhöndina oft á tíðum á kostnað vilta laxastofnsins með tilheyrandi afleiðingum sem að nú eru kunnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir f.v. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vildi í apríl s.l. hægja á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þar til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir.
Það er gott að við íslendingar tökum eitt skref í einu og lærum af því sem hefur farið illa í Noregi. Neikvæð áhrif hafa óendurkræf áhrif á lífríkið og verða þvi aldrei bætt ef illa fer.
Blóðsýking kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum og nam tjónið 63 milljörðum króna í kauphöllinni í Oslo vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. Blóðsýkingin í Færeyjum var í sjókvíalaxeldiskerjum svipuðum eða alveg eins og þeim sem notuð eru á Íslandi. Markaðurinn í Noregi varð jafnframt neikvæður gagnvart sjókvíalaxeldi vegna sýkingarinnar sem kom upp í Færeyjum og á sama tíma er útgáfa leyfa til sjókvíalaxeldis að færast í vöxt á Íslandi. Í ljósi þess hversu hættuleg blóðsýkingin er má spyrja hvort einhver hætta sé á því að slík sýking komi upp hér á landi.
Það er ljóst að margir stangaveiðimenn og félög þeirra og landeigendur ofl. eru ekki sáttir við nokkra blöndun eldislaxa í veiðiár og þá erfðablöndun sem átt hefur sér stað eða þá sjúkdómahættu sem að af þessari eldisstarfsemi getur hugsanlega stafað. Það er einnig ljóst að laxeldi á Íslandi er í örum vexti og með aðkomu norðmanna hér á landi og stór áform eru um að auka laxeldi hér hratt og örugglega eins og í Noregi. Umsóknir um eldisstöðvar víða um land upp á þúsundir tonna og ekki fjarri laxveiðiám, eykur líkurnar á smithættu og erfðablöndun. Það er a.m.k. óumdeilt að laxinn hefur sporð og getur synt hvert sem er eftir að hann sleppur úr laxeldisstöðvum og talsvert er vitað um afleiðingar þess. Sporin hræða þegar litið er til ástandsins í Noregi!
Skv. rannsóknum í Noregi varðandi eldislax sem að sleppur úr kvíum þar og hvað verður um þá, þá sýna rannsóknir að laxar sem sleppa ungir, leiti að á sem getur hæglega verið laxveiðiá, á innan við 100 km svæði, til þess að hrygna í. Eldri fiskar geti leitað eftir hentugri á í allt að 1.000 km fjarlægð til þess að hrygna í og er þá bæði erfðablöndun og hætta á sýkingum við villtan lax til staðar.
Samherji fær rjómakaramellu!
https://gamli.frettatiminn.is/2020/01/12/samherji-faer-rjomakaramellu/