Lögreglu barst tilkynning um að þekktur brotamaður hafði í fórum sér skotvopn, nánar tiltekið skammbyssu. Lögreglu tókst að hafa upp á viðkomandi og var aðilinn handtekinn og vistaður vegna málsins.
Vopnið fannst en við skoðun kom í ljós að um gasbyssu var líklegast að ræða. Vopnið er þó keimlíkt skammbyssu.
Tveir aðilar handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna gruns um stórfeldan þjófnað úr matvöruverslunum. Málið er í rannsókn. Þá var ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig er hann grunaður um brot gegn útlendinga lögum.
Þá var tilkynnt um alelda sumarbústað í nágrenni við Lynghólsveg og Nesjavallaveg. Þegar þetta er ritið er ekkert frekar vitað um málið annað en að um er að ræða 70 fermetra sumarhús.
Umræða