99 mál hafa komið inn á borð lögreglu síðan 17.00. Átta einstaklingar eru nú vistaðir í fangaklefa. Nokkrar tilkynningar um ólæti og slagsmál hafa verið á borði lögreglu
- Lögreglustöð 1 Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes
- Lögreglumenn almennu- og umferðadeildar standa vaktina í Hörpunni á 112- deginum.
- Ökumaður blæs undir mörkum í hverfi 110, ökumanni gert að stöðva akstur en lögregla ók bifreið heim til ökumanns þar sem hann bjó stutt frá.
- Ökumaður stöðvaður í hverfi 108 sem reyndist ekki vera vera með gild ökuréttindi, leyst með vettvangsskýrslu og ökumaður viðurkenndi brot sitt.
- Lögregla hefur afskipti af einstakling sem grunaður var um þjófnað í hverfi 104, við öryggisleit fannst hnífur með 8 cm blaði og einstaklingurinn því einnig grunaður um vopnalagabrot.
- Skotbómulyftara stolið frá fyrirtæki í hverfi 101 en fannst hann stuttu seinna skammt frá athafnarsvæði fyrirtækis. Enginn grunaður að svo stöddu og málið í rannsókn.
- Umferðarslys í hverfi 103, mikið tjón á bifreiðunum tveimur og þær óökufærar en einnig skemmdist umferðarviti. Slys á fólki óþekkt að svo stöddu. Skýrsla rituð um málið.
- Tilkynnt um ökumann sofandi undir stýri. Þegar lögregla kemur á vettvang sefur ökumaður í bílstjórasæti með fullan þunga á bensíngjöf með tilheyrandi látum. Illa gekk að ná sambandi við ökumann sökum ástands. Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, fluttur á stöð þar sem hann lét í té blóð- og þvagsýni. Laus að sýnatöku lokinni.
- Ökumaður ekur gegn rauðu ljósi í hverfi 101. Rætt við ökumann í lögreglubifreið en í viðræðum fór lögreglumönnum að gruna að ökumaður væri undir áhrifum ávana- og eða fíkniefna. Tekið var munnvatnssýni á vettvangi sem gaf jákvæða niðurstöðu. Ökumaður handtekinn, færður á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð. Laus að sýnatöku lokinni.
- Lögregla hefur afskipti af fjölmennri skemmtun á veitingastað í hverfi 110 þar sem aldur flestra gesta var undir 20 ára. Einstaklingar sinntu dyravörslu án tilskilinna réttinda og staðurinn ekki með tilskilin leyfi.
- Tilkynnt um mikinn reyk og brunalykt úr fjölbýlishúsi í hverfi 107. Lögregla fer á vettvang og málið nú í rannsókn, grunur um íkveikju.
- Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 101, handtekinn grunaður um ávana- og fíkniefnaakstur. Laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni.
- Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 101, handtekinn grunaður um ávana- og fíkniefnaakstur. Ökumaður viðurkennir neyslu. Laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni.
- Tilkynnt um slagsmál fyrir utan veitingastað í hverfi 101. Lögregla óskaði eftir sjúkraliði vegna áverka á árásarþola. Málið í rannsókn.
- Tilkynnt um eld í hverfi 108, lögregla send á vettvang til að kanna málið. Tilkynnandi skoðar aðstæður og hefur samband við lögreglu og staðfestir að um ljóskastara hafi verið að ræða en ekki eld.
- Tilkynnt um slagsmál í miðbæ. Lögregla fer á vettvang og málið í rannsókn.
- Ökumaður hefur samband við lögreglu og tilkynnir líkamsárás þar sem tveir einstaklingar setjast inn í bifreiðina hjá honum án leyfis og hafi annar einstaklingurinn kýlt ökumanninn í andlitið. Gerendur sagðir flýja á fæti. Málið í rannsókn.
- Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 101. Ökumaður réttindalaus og hann handtekinn grunaður um ávana- og fíkniefnaakstur. Ökumaður reyndist eftirlýstur og hann því vistaður í fangaklefa.
- Tilkynnt um hópslagsmál á skemmtistað í miðborginni. Lögregla fer á vettvang, fær framburði frá vitnum og leitar að árásaraðilum.
- Lögreglustöð 2 Hafnarfjörður Garðabær
- Einstaklingur gengur berserksgang inni á athafnasvæði lögreglustöðvar 2. Lögreglumenn gefa sig á tal við viðkomandi sem sýnir ógnandi hegðun og hótar að beita skotvopni. Einstaklingurinn reyndist sem betur fer óvopnaður, var hann því yfirbugaður og vistaður í fangaklefa fyrir að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og brotið lögreglusamþykkt Hafnafjarðar.
- Einstaklingur áreitir gesti í samkvæmi, neitar að yfirgefa vettvang, fer ekki eftir fyrirmælum og með ógnandi tilburði gagnvart lögreglu. Einstaklingurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð 1 þar sem hann gisti fangaklefa.
Lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt
- Tilkynnt um innbrot í bifreið í hverfi 200. Verðmætum stolið úr bifreið. Skýrsla rituð og málið í rannsókn.
- Tilkynnt um einstakling sem var óvelkominn og vildi húsráðandi losna við viðkomandi út af heimilinu. Lögregla fór á vettvang og vísaði viðkomandi út.
- Tilkynnt um þjófnað og líkamsárás í fyrirtæki í hverfi 109. Tveir einstaklingar eru grunaðir um þjófnað en þegar starfsmaður reyndi að ná tali af þeim veittist annar þeirra að starfsmanninum og færði hann í hálstak. Vitni kom starfsmanninum til bjargar og aðstoðaði hann við það að losna úr hálstakinu. Gerendur
- komust undan á fæti með vörurnar. Málið í rannsókn.
- Tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi með hníf sem hann sýndi tilkynnanda. Tilkynnanda leist ekki á blikuna og lét sig hverfa frá staðnum en tók það samt fram að hinn tilkynnti hafi ekki verið ógnandi. Þegar lögregla kom á vettvang var hinn tilkynnti farinn af vettvangi.
Lögreglustöð 4 Grafarvogur Árbær Mosfellsbær
- Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 112, handtekinn grunaður um ölvunar-, ávana- og fíkniefnaakstur. Laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni.