,,Rétt að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra segi af sér“
Mannréttindadómstóls Evrópu segir m.a. um vinnubrögð Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra : „Hafi skaðað það traust sem dómsvaldið í lýðræðisríki verður að vekja hjá almenningi og hafi gengið gegn kjarna þeirra grundvallarreglna að dómstólar verða að vera skipaðir samkvæmt lögum“
Landsréttur hefur nú ákveðið að fresta öllum dómsmálum vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem einhver af þeim fjórum dómurum eiga sæti er málið varðar, út þessa viku og málsaðilum hefur verið tilkynnt um það.
Ákvörðunin er tekin vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem birtist í morgun um að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefði brotið lög skv. mannréttindasáttmála Evrópu.
Skipan dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við lög og íslenska ríkið braut þannig á réttindum sem tryggð eru í mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta var niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) sem dæmir svo að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi „augljóslega hunsað“ reglur sem giltu um skipanina. Alþingi er einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómaranna. En undanfarna áratugi hafa ráðningar dómara á Íslandi verið harðlega umdeildar og þá sérstaklega við hæstarétt.
Hæstiréttur dæmdi tveimur umsækjendum sem voru á lista hæfnisnefndarinnar bætur í desember árið 2017. Taldi dómurinn að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra hefði brotið stjórnsýslulög og að meðferð Alþingis hefði verið gölluð. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra vísaði dómi hæstaréttar á bug og sagði hann ekki marktækan.
Dómstóllinn dæmir svo að ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við Landsrétt en hún var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði til að yrði skipaðir í Landsrétt, algerlega þvert á tillögur hæfnisnefndar haustið 2017. Ákvörðun Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var mjög umdeild en hún vísaði öllum ásökunum á bug ítrekað en Alþingi samþykkti svo á endanum tillögu hennar þar sem tillögur hæfnisnefndarinnar voru hundsaðar og listi hennar, yfir fimmtán umsækjendur sem nefndin taldi hæfasta, en var ekki tekin til greina af Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Stjórnarandstaðan hefur nú sagt að rétt sé að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra segi af sér en ákall um afsögn hennar hefur áður komið fram án þess að hún hafi orðið við þeim áskorunum. Óskað hefur verið eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd og sérstakri umræðu á Alþingi um málið sem að á langt í land með að vera lokið.