3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Rússneski herinn eyðilagði flugvöll nálægt Kyiv

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Flugvöllur nálægt Kyiv hefur verið eyðilagður. Rússneski herinn segist hafa eyðilagt nokkur hernaðarleg skotmörk fyrir utan Kyiv. Úkraínsk yfirvöld staðfesta mikla eyðileggingu í Vasylkiv suðvestur af höfuðborginni.

Borgarstjórinn Natalya Balasinovich sagði í samtali við Interfax Ukraine að rússneskir hermenn hefðu gert loftárásir á borgina í gærmorgun. Flugvöllur borgarinnar varð fyrir átta eldflaugum og er gjöreyðilagður. Auk þess var sprengjum varpað á borgina.

Utanríkisráðuneyti Úkraínu fullyrðir að moska í borginni Mariupol hafi orðið fyrir barðinu á rússnesku stórskotaliði, segir í frétt AFP. Að sögn úkraínskra yfirvalda höfðu 80 almennir borgarar leitað skjóls í moskunni, sem er kennd við Sultan Suleiman.