Flugvöllur nálægt Kyiv hefur verið eyðilagður. Rússneski herinn segist hafa eyðilagt nokkur hernaðarleg skotmörk fyrir utan Kyiv. Úkraínsk yfirvöld staðfesta mikla eyðileggingu í Vasylkiv suðvestur af höfuðborginni.
Borgarstjórinn Natalya Balasinovich sagði í samtali við Interfax Ukraine að rússneskir hermenn hefðu gert loftárásir á borgina í gærmorgun. Flugvöllur borgarinnar varð fyrir átta eldflaugum og er gjöreyðilagður. Auk þess var sprengjum varpað á borgina.
Utanríkisráðuneyti Úkraínu fullyrðir að moska í borginni Mariupol hafi orðið fyrir barðinu á rússnesku stórskotaliði, segir í frétt AFP. Að sögn úkraínskra yfirvalda höfðu 80 almennir borgarar leitað skjóls í moskunni, sem er kennd við Sultan Suleiman.
Umræða