Sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla
Á sjúkrahúsinu Vogi er lögð áhersla á fíknsjúkdóm sem margþátta sjúkdóm sem hægt er að meðhöndla. Meðferðin er byggð á læknisfræðilegum greiningum, afeitrun með fagfólki, lyfjameðferð og einstaklingshæfðri sálfélagslegri meðferð. Meðferðin grípur inn í fylgikvilla, þ.e. líkamlega, geðræna og félagslega.
Skimað er fyrir smitsjúkdómum, notuð er sérhæfð viðtalstækni fyrir mismunandi þarfir og einnig er dagleg fræðsla og hópmeðferðir sem eru kynja- og aldursskiptar. Lögð er áhersla á eftirfylgni og fjölbreytt úrræði til reiðu. Mismunandi hópar fá mismunandi úrræði.
- 2.200 INNLAGNIR Á ÁRI
- 1.700 EINSTAKLINGAR Á ÁRI
- 60 FJÖLDI RÚMA
- 35 MEÐALALDUR
Umræða