Samkvæmt viðtali sem Fréttatíminn tók við táninga um aðgengi að áfengi og fíkniefnum á höfuðborgarsvæðinu. Kom fram í máli þeirra að auðveldasta leiðin fyrir krakka á aldrinum 14 til 16 ára, sé að panta skutlara sem auglýsir á Facebook að viðkomandi selji jafnframt áfengi.
Fréttatíminn skoðaði málið og það má sjá á síðum sem skutlarar auglýsa akstursþjónustu sína að einhverjir bjóða jafnframt upp á sölu áfengis. ,,Það var sko ekkert mál að hringja bara og biðja um að kaupa áfengi“ segir einn viðmælandinn.
En eru einnig seld fíkniefni? ,,Ég sko bara veit það ekki, við notum ekki fíkniefni en ég þekki einn gaur sem er að nota þau og hann segir að það sé fljótlegra að fá fíkniefnin heim, heldur en að panta pizzu, en ég veit ekkert um hvort það sé skutlari eða aðrir sem selja honum.“ Segir annar viðmælandi Fréttatímans.
Samkvæmt samtali við fleiri aðila, virðist aðgengi barna að vímuefnum vera vel opin, svo fremi að þau hafi fjármagn til að stunda neysluna.
Umræða