Reglulega berast lögreglu kvartanir vegna hávaða og gærkvöldið var engin undantekning í þeim efnum. Að þessu sinni var það vegna Liverpool-aðdáenda sem fóru á límingunum þegar liðið þeirra tapaði í vítaspyrnukeppni eftir framlengdan leik í Meistaradeildinni.
Að tapa með þeim hætti er sárt og því fylgja stundum öskur og læti enda vonbrigðin gríðarleg hjá eldheitum stuðningsmönnum. Engum varð þó meint af í þeim tveimur málum sem sinnt var vegna þessa í gærkvöld, en þá höfðu áhyggjufullir nágrannar hringt í lögregluna eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða.
Til að gæta allrar sanngirni skal tekið fram að útköll sem þessi eru ekki einvörðungu bundin við stuðningsmenn Liverpool, nei síður en svo.
Umræða