Þingmenn fá 45% hækkun – Vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, lýsir yfir ómöguleika á hækkun launa ljósmæðra
Grunnlaun nýútskrifaðra ljósmæðra á Landspítalanum eru í kringum 460 þúsund krónur á mánuði miðað við 100 prósent vinnu, fyrir skatta og gjöld sem af þessari upphæð er dregin. Ljósmæður fá engin fríðindi, eins og háa bílastyrki sem getur numið fleiri milljónum á ári, eða sérstakar húsnæðisbætur og ferðakostnað eða annað, eins og aðrar stéttir, t.d. ráðherrar og þingmenn fá greitt og hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu.
Alþingismenn og ráðherrar fengu t.d. 45% hækkun samtals fyrir um tveimur árum er Kjararáð færði þeim þá hækkun á kjördag.
Eftir þá hækkun urðu laun forsætisráðherra 2.021.825 krónur á mánuði og laun annarra ráðherra 1.826.273 krónur á mánuði. Laun skrifstofustjóra í ráðuneytum hækkuðu um u.þ.b. 35 prósent eða í 1.200.000 kr. sem eru jafn há launum aðstoðarmanna ráðherra sem eru nú samtals 15 að meðtöldum upplýsingafulltrúa og heimild er fyrir því að ráða 10 aðstoðarmenn til viðbótar.
Og er launþegum sú rausnarlega hækkun Kjararáðs í fersku minni, ef marka má viðbögð og athugasemdir lesenda Fréttatímans um launamál ljósmæðra og annara stétta.
En þar hafa fleiri þúsundir lesið fréttir af kjaramálum og mikill fjöldi tjáð sig og deilt fréttum þar sem að lýst er mikilli óánægju og vonbrigðum yfir viðbrögðum vinstri stjórnar Katrínar Jakobsdóttur um kjaramál. M.a. hafa heyrst raddir um að allt muni loga í verkföllum.
Í frétt okkar í gær var fjallað um viðhorf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur til hækkunar launa til ljósmæðra sem eru nú í kjaraviðræðum við ríkið.
Þar er haft eftir fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar. ,,Ég get bara sagt það alveg eins og er þannig að það dyljist engum að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna eru fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður, sem eru á viðkvæmu stigi í þessu landi á þessu ári og því næsta, í algert uppnám.“
Ljósmóðurstarfið krefst 6 ára háskólanáms og að loknu sérnámi eru ljósmæðrum boðin lægri laun en hjúkrunarfræðingum sem hafa 4 ára háskólanám að baki.
Meiri menntun og viðbótarstarfsréttindi skila því lægri launum og laun ljósmæðra hafa ekki fylgt almennri launaþróun á undanförnum misserum.
Það virðist vera að það stefni í harða kjarabaráttu á vinnumarkaði og jafnvel átök en á undanförnum mánuðum hefur verið mikil ólga og reiði í samfélaginu vegna þess launabils sem hefur orðið og ríflegra hækkana Kjararáðs til sumra stétta í efri lögum þjóðfélagsins. Og fyrirtækja sem að hafa fetað sömu leið og einungis hækkað laun æðstu stjórnenda.
Verkalýðsfélög hafa m.a. gefið út yfirlýsingar um að tekið verði á þeim órétti sem að myndast hefur og mikil ólga er kraumandi á vinnumarkaði almennt. >> Tengdar fréttir:
https://gamli.frettatiminn.is/2018/03/20/puttinn-framan-launafolk-forstjorar-med-84-102-6-milljonir-ari/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/04/11/omoguleiki-ad-haekka-laun-ljosmaedra-myndi-setja-fordaemi-kjaravidraedum/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/03/10/vid-erum-thremur-launasedlum-fra-theim-lifskjorum-sem-vid-teljum-okkur-tru-um-ad-seu-traust/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/04/29/1-islendinga-eiga-80-eigna-fosaetisraherra-nefnir-1-laekkun-tekjuskatti-laglaunafolks/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/04/23/samningur-vid-ljosmaedur-hnut-og-engin-lausn-sjonmali/