Hlaupið er frá Árnesi í Trékyllisvík til Hólmavíkur um Naustvíkurskarð og Trékyllisheiði, samtals rúmlega 53 km en hægt að að koma inn í hlaupið hvar sem er í rauninni hægt að hlaupa allt frá 1.5km upp í 53km.
Hamingjuhlaupið hefur verið fastur liður í Hamingjudögum á Hólmavík frá því á árinu 2009.
Hamingjuhlaupið er gleðihlaup en ekki keppnishlaup. Hlaupararnir halda yfirleitt hópinn og fylgja fyrir fram gerðri tímaáætlun sem svipar mjög til strætisvagnaáætlunar. Þeir sem ekki treysta sér til að hlaupa alla leið geta þess vegna byrjað á fyrir fram ákveðnum áningarstöðum í hlaupinu.
Það er Stefán Gíslason, hamingjusamur bóndasonur og hlaupagikkur frá Gröf í Bitrufirði og fyrrum sveitarstjóri á Hólmavík, sem er upphafsmaður Hamingjuhlaupsins. Sagan segir að þátttakendur öðlist mikla hamingju að hlaupi loknu.