Mikið var um ölvun á tveimur skólaböllum sem haldin voru í gærkvöld.
Annað ballið var haldið í Kópavogi en hitt í Víðidal í Reykjavík.
Að því er fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði lögregla ítrekuð afskipti af ölvuðum unglingum á báðum skólaböllum.
Einn var fluttur á lögreglustöð eftir slagsmál á skólaballinu í Kópavogi. Hann var síðan sóttur af foreldri.
Umræða