Stjórn Eflingar-stéttarfélags hefur ákveðið að gera lögfræðiúttekt vegna viðskipta Eflingar-stéttarfélags við Sigur vefstofu ehf. 2018-2021. Frá 12. nóvember 2018 til 9. ágúst 2021 gaf Sigur vefstofa út 25 reikninga vegna þjónustu við Eflingu. Fjárhæð reikninganna, með virðisaukaskatti, er 23.446.354 krónur fyrir vinnu sem nam 1.721,5 vinnustundum. Innheimtar voru 10.900 krónur fyrir hverja vinnustund.
25. júní 2019 undirrituðu Andri, fyrir hönd Sigurs vefstofu, og Viðar Þorsteinsson fyrir hönd Eflingar, samninga um að Andri myndi inna af hendi vinnu við hönnun og þróun vefsíðu og einnig vinnu á sviði upplýsingatækni, sem næmi 40 vinnustundum á viku. Ekki var kveðið á um til hversu langs tíma sá samningur átti að gilda.
Discussion about this post