Betra verð á veiðileyfum í Norðurár

Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár – betri verð

Fram kemur á vef veiða.is að boðið verður upp á afslátt á hollum í Norðurá I og II, fyrir komandi veiðitímabil skv. samstarfssamningi

,,Samstarf Veiða.is og Norðurár hefur verið með miklum ágætum undanfarin ár. Á vef veiða.is hefur verið hægt að nálgast veiðileyfi í bæði Norðurá I og Norðurá II.
Nú hafa þessir aðilar ákveðið að auka samstarfið enn frekar. Breytingin mun fyrst og fremst þýða að þeim sem eru í veiðiklúbbi veiða.is, þ.e. skráðir á póstlista vefsins, mun bjóðast afsláttur af fáeinum hollum í Norðurá I og Norðurá II, fyrir komandi veiðitímabil.
Fjöldi veiðimanna eru þegar skráðir í Veiðiklúbbinn í gegnum póstlistann, en fyrir þá sem eru það ekki, þá er einfalt að gera það hér á vefnum. – Afsláttarkjör verða kynnt fyrir veiðiklúbbsfélögum á komandi dögum.
Norðurá í Borgarfirði er ein albesta laxveiðiá landsins. Veiðisvæði Norðurár er skipt í 2 hluta, Norðurá I og Norðurá II. Norðurá I er aðal veiðisvæði árinnar en veitt er á 8-12 stangir á því svæði. Veiðimenn sem veiða Norðurá I dvelja í veiðihúsinu Rjúpnahæð, í fullu fæði og þjónustu. Á veiðisvæðinu Norðurá II, er veitt með 3 stöngum og deila veiðimenn veiðihúsinu í Skógarnefi, í sjálfsmennsku.
Veiða.is er stærsti óháði söluvefur veiðileyfa hér á landi. Vefurinn er 6 ára gamall. Í sölu inná vefnum eru nú hátt í 40 veiðisvæði, bæði laxveiðisvæði og silungsveiðisvæði. Veiða.is er ekki beinn leigutaki neins veiðisvæðis, heldur er vefurinn í samstarfi við fjölmörg veiðifélög og leigutaka.“ Segir á vef veiða.is
Þeir sem að hafa veiðifréttir, endilega sendið þær á : ritstjorn@gamli.frettatiminn.is

Umræða

Hæ!

Login to your account below

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Add New Playlist

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?