Bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu mun fækka um helming á næstu 10 til 15 árum. Það er sjálfgefið.
Ástæðan er einföld:
Með tilkomu Costco og rafbílavæðingu er ekki rekstrargrundvöllur fyrir þeim fjölda stöðva sem er í dag.
Það að Dagur borgarstjóri keyri nú fram á góðmennskuvagninum ,,Hetjan,, með Sigurborgu Ósk Pírata spennta fyrir vagninn og upphefji sig af sjálfgefnum hlut, er í bezta falli hallærislegt.
Hverju mun dúettinn stæra sig af næst?
Flóði og fjöru við strendur borgarinnar?
Umræða