Hugleiðingar veðurfræðings
Breytileg og síðan vestlæg átt í dag. Dálítil væta, en yfirleitt þurrt og bjart fyrir norðan og austan. Þokkalega milt að deginum en þar sem fremur kalt loft er yfir landinu, frystir víða þar sem bjart er yfir. Á morgun verður vestanáttin ákveðnari, úrkoma um mest allt land, þó líklega ekki mikil og hitinn víða 5 til 10 stig yfir daginn. Á fimmtudag og dagana þar á eftir virðist sem norðanáttin ætli að stýra veðrinu með fremur köldu veðri fyrir norðan en þokkalega mildu syðra yfir daginn. Í lok helgar er svo að sjá að mildara loft úr suðri taki svo yfir dagana þar á eftir.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir, en vestan 5-8 m/s og dálítil væta á morgun. Hiti 5 til 8 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu
Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum norðan heiða, en skýjað og smá skúrir syðra. Hiti 2 til 10 stig að deginum, svalast á A-landi, en víða frost N- og A-til í nótt.
Vestan 5-13 m/s á morgun og væta á köflum, en þurrt austast fram undir kvöld. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á SA-landi. Spá gerð: 12.05.2020 09:43. Gildir til: 14.05.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 3-10 m/s og rigning eða súld með köflum og hiti 5 til 14 stig, hlýjast á SA-landi, en þurrt að kalla NA til og hiti 0 til 5 stig þar.
Á föstudag:
Norðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil væta S-lands framan af degi og stöku él nyrst, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.
Á laugardag:
Norðanstrekkingur og dálítil él NA-lands, en annars mun hægara og léttskýjað. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir suðaustanstrekking og rigningu með köflum S-lands, en hægara og þurrt fyrir norðan. Heldur hlýnandi veður.
Spá gerð: 12.05.2020 08:27. Gildir til: 19.05.2020 12:00.