Hugleiðingar veðurfræðings
Þegar þetta er skrifað nú í morgunsárið er lægð stödd við Hvarf. Skil frá þessari lægð bárust yfir landið seint í gær og bylgja á skilunum þýðir aukinn kraft í rigninguna í nótt og framan af degi í dag. Búast má við talsverðri rigningu á sunnanverðu landinu. Með fylgir sunnan strekkingur, þó reyndar hafi lægt vestast á landinu.
Skilin færast til austurs og á eftir skilunum tekur við suðvestan gola eða kaldi með skúrum. Þessi veðraskipti gerast fyrst vestast á landinu, en austanlands dregur úr vindi og léttir til undir kvöldið. Loftmassinn yfir landinu er ágætlega hlýr og má búast við vænum hitatölum í hnjúkaþey á norðaustanverðu landinu, 16-17 stig þegar best lætur.
Á morgun nálgast síðan lægð beint úr suðri og það gengur í austan og norðaustan 5-13 á með rigningu, fyrst um landið sunnanvert. Hiti 6 til 12 stig. Spár gera síðan ráð fyrir að miðja þessara lægðar gangi til norðurs yfir austanvert landið. Það þýðir að á sunnudaginn snýst í norðlægari átt með úrkomu og kólnar í veðri. Spá gerð: 12.05.2023 06:44. Gildir til: 13.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 8-15 m/s og rigning, talsverð úrkoma sunnanlands.
Snýst í suðvestan 5-10 með skúrum í dag, fyrst vestantil á landinu. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.
Gengur í austan og norðaustan 5-13 á morgun með rigningu, fyrst um landið sunnanvert. Hiti 6 til 12 stig.
Spá gerð: 12.05.2023 05:26. Gildir til: 13.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðvestan og vestan 8-13 m/s, en 13-18 við norðausturströndina. Víða rigning eða slydda, en styttir upp á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn. Snjókoma á heiðum á norðanverðu landinu. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast syðst.
Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og víða slydda eða snjókoma um tíma, en rigning sunnanlands. Rofar til um kvöldið. Vægt frost á norðanverðu landinu, en hiti 1 til 6 stig syðra.
Á þriðjudag:
Vaxandi sunnan- og suðaustanátt og fer að rigna, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi veður.
Á miðvikudag:
Suðvestanátt með súld eða rigningu, en þurrt og bjart á norðaustanverðu landinu. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á fimmtudag (uppstigningardagur):
Hæg vestlæg eða breytileg átt og væta með köflum, yfirleitt þurrt fyrir norðan. Áfram milt veður.
Spá gerð: 12.05.2023 08:09. Gildir til: 19.05.2023 12:00.