• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Föstudagur, 2. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Búast má við talsverðri rigningu – Lægð nálgast

Búast við vænum hitatölum á norðaustanverðu landinu, 16-17 stig þegar best lætur

ritstjorn by ritstjorn
12. maí 2023
in Fréttir, Innlent
0
Búast má við talsverðri rigningu – Lægð nálgast
Share on FacebookShare on Twitter

Hugleiðingar veðurfræðings

Þegar þetta er skrifað nú í morgunsárið er lægð stödd við Hvarf. Skil frá þessari lægð bárust yfir landið seint í gær og bylgja á skilunum þýðir aukinn kraft í rigninguna í nótt og framan af degi í dag. Búast má við talsverðri rigningu á sunnanverðu landinu. Með fylgir sunnan strekkingur, þó reyndar hafi lægt vestast á landinu.

Skilin færast til austurs og á eftir skilunum tekur við suðvestan gola eða kaldi með skúrum. Þessi veðraskipti gerast fyrst vestast á landinu, en austanlands dregur úr vindi og léttir til undir kvöldið. Loftmassinn yfir landinu er ágætlega hlýr og má búast við vænum hitatölum í hnjúkaþey á norðaustanverðu landinu, 16-17 stig þegar best lætur.

Á morgun nálgast síðan lægð beint úr suðri og það gengur í austan og norðaustan 5-13 á með rigningu, fyrst um landið sunnanvert. Hiti 6 til 12 stig. Spár gera síðan ráð fyrir að miðja þessara lægðar gangi til norðurs yfir austanvert landið. Það þýðir að á sunnudaginn snýst í norðlægari átt með úrkomu og kólnar í veðri. Spá gerð: 12.05.2023 06:44. Gildir til: 13.05.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu
Sunnan 8-15 m/s og rigning, talsverð úrkoma sunnanlands.
Snýst í suðvestan 5-10 með skúrum í dag, fyrst vestantil á landinu. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.

Gengur í austan og norðaustan 5-13 á morgun með rigningu, fyrst um landið sunnanvert. Hiti 6 til 12 stig.
Spá gerð: 12.05.2023 05:26. Gildir til: 13.05.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðvestan og vestan 8-13 m/s, en 13-18 við norðausturströndina. Víða rigning eða slydda, en styttir upp á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn. Snjókoma á heiðum á norðanverðu landinu. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast syðst.

Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og víða slydda eða snjókoma um tíma, en rigning sunnanlands. Rofar til um kvöldið. Vægt frost á norðanverðu landinu, en hiti 1 til 6 stig syðra.

Á þriðjudag:
Vaxandi sunnan- og suðaustanátt og fer að rigna, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi veður.

Á miðvikudag:
Suðvestanátt með súld eða rigningu, en þurrt og bjart á norðaustanverðu landinu. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):
Hæg vestlæg eða breytileg átt og væta með köflum, yfirleitt þurrt fyrir norðan. Áfram milt veður.
Spá gerð: 12.05.2023 08:09. Gildir til: 19.05.2023 12:00.

Discussion about this post

  • Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Björguðu sex manns úr vatni

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Mótmæli við Alþingi – ,,Vanhæf ríkisstjórn“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?