0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Skortur á geðheilbrigðisþjónustu við fanga er stórfellt hneyksli

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Skortur á geðheilbrigðisþjónustu við fanga er stórfellt hneyksli

Skortur á geðheilbrigðisþjónustu við fanga, sem RÚV sagði frá er stórfellt hneyksli. Í sumum tilvikum má segja að sá skortur jaðri við andlegar pyntingar og kannski ekki að ástæðulausu að einn þeirra aðila sem hafa vakið athygli á þessu skv. fréttum RÚV er nefnd Evrópuráðs um varnir gegn pyntingum.
Í þessum fréttum kemur fram, að um 50-75% fanga eigi við geðræn vandamál að stríða. Að dæmi séu um að fangar, sem stríða við mjög alvarlega geðveiki hafi verið settir í einangrun.
Það er með öllu óskiljanlegt að í samfélagi, sem telur sig sæmilega siðað skuli svona ástand til staðar í fangelsum fyrir utan það að auðvitað á alvarlega geðveikt fólk ekki að vera í fangelsi heldur á sjúkrastofnun eins og annað alvarlega veikt fólk. Í fréttunum kemur fram, að hverju sinni eigi það við um 4-7 fanga.

Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemdir, Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemdir, Geðhjálp hefur gert athugasemdir svo og fyrrnefnd nefnd Evrópuráðsins.
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, upplýsir að geðlæknir hafi ekki verið starfandi í fangelsum í fimm ár.
Hvers konar kæruleysi er hér á ferð hjá þeim ráðuneytum, sem hljóta að bera ábyrgð í þessu hneykslismáli?
Það er því miður hægt að nota um þetta mál stærri orð en hér hefur verið gert.
En nú er spurning: Hvað ætla stjórnvöld að gera og hvenær?
Segir Styrmir Gunnarsson, f.v. Ritstjóri Morgunblaðsins.                             Tengdar fréttir:
https://frettatiminn.is/2018/03/01/gratbad-um-salfraediadstod-tvaer-vikur-fyrir-sjalfsvigid/