Þessa vikuna skipta þrír með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 95,2 milljónir króna og 3. vinningur skiptist á milli sex miðaeigenda og fær hver þeirra 16,8 milljónir. 1. vinningur gekk hins vegar ekki út og stefnir í 4,7 milljarða í næstu viku.
Miðarnir sem hrepptu 2. vinning voru keyptir í eftirtöldum löndum; tveir í Finnlandi og einn í Saarbrücken í Þýskalandi. Miðarnir sem hrepptu 3. vinning voru keyptir í eftirtöldum löndum; Finnlandi, Póllandi, Hollandi og þrír í Þýskalandi.
Af Jóker er það að segja að tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning. Annar miðinn var keyptur í Appinu en hinn í Prinsinum, Hraunbæ 121 í Reykjavík.
Umræða