Laxveiðin fer frekar rólega af stað þetta árið, nema í Þjórsá og þar hafa veiðst á milli 140 og 150 laxar og sá stóri kom í dag, en það var Þórunn Gísladóttir sem veiddi fiskinn sem var 21 pund. Einn sá stærsti sem hefur veiðst á stöng í ánni, glæsilegur fiskur
En veiðin gengur víða rólega þar sem hefur verið opnað, Blanda var að gefa fjórða fiskinn í kvöld síðan áin opnaði. ,,Ég hef ekki fengið fisk ennþá“ sagði veiðimaður sem var að koma til veiða í ánni og bætti við ,,sjáum ekki mikið af fiski en eitthvað var að skríða inn á flóðinu“
Það er kuldaspá næstu daga, já frekar kalt en fiskurinn er að koma en mætti vera í miklu meira mæli. En allt kemur þetta, það mætti hlýna aðeins, en það rignir alla vega.
Umræða