Stálheppinn miðahafi sem keypti miða sinn á N1 Háholti í Mosfellsbæ var einn með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og hlýtur fyrir það rúmar 54 milljónir króna í vinning.
Fjórir miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og fá fyrir það rétt rúmar 198 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á N1 Bíldshöfða í Reykjavík, Olís Ánanaustum í Reykjavík, einn miðinn var keyptur á lotto.is og einn miðinn var í áskrift.
Tveir heppnir miðahafar voru með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur hvor þeirra 2 milljónir króna í sinn hlut. Einn miðinn var í áskrift og hinn miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.
Þá voru átta miðahafar með fjórar réttar tölur í réttri röð og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Mini Market í Drafnarfelli í Reykjavík, Olís Langatanga í Mosfellsbæ, Euro Market á Smiðjuvegi í Kópavogi, Olís Hellu, einn miðinn var í áskrift og þrír miðanna voru keyptir í Lottó appinu.