Sigurjón Birgir Sigurðsson sem er landsmönnum kunnugur sem skáldið Sjón, er ekki ánægður með Vinstri græna og þá pólitík sem stunduð er á þeim bæ og hann fer hörðum orðum um Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem og Vinstri græna flokkinn í færslu á miðlinum X.

„Matvælaráðherra Bjarkey Olsen skríður fyrir Sjálfstæðisflokknum og leyfir hinar viðbjóðslegu hvalveiðar að nýju.
Hún og flokkur hennar „Vinstri græn“ eru hvorki vinstri né græn. Þau eru auðvaldsmottur og umhverfissóðar. ,,Megi þau þurrkast út í næstu kosningum,“ segir í færslunni sem hefur vakið mikla athygli.
Umræða