Pantaði morðið í Noregi og réði leigumorðingja til að drepa konu sína í Pakistan
Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar er á sextugsaldri og var fæddur í Pakistan, þar sem morðið var framið. En hann hefur búið í Noregi í yfir 40 ár. Maðurinn hefur ekki komist í kast við lögin í Noregi að sögn lögreglunnar þar. Hann var handtekinn af lögreglunni í gær en rannsókn málsins hefur staðið yfir í lengri tíma.
Rannsóknin er enn í gangi, segir lögreglan í Osló í fréttatilkynningu. Maðurinn hefur nú þegar verið dæmdur í varðhald vegna gruns um morð á konu sinni sem búsett var í Pakistan.
Anne Alræk Solem, yfirmaður morðrannsókna og lögmaður lögreglustjórans í Oslo, Sturla Henriksbø, tjáðu sig um málið á blaðamannafundi í Oslo.
,,Þetta er mjög alvarlegt mál sem sýnir að einstaklingar í þessu máli hafa trúað því að þeir hafi getað framið alvarleg afbrot í Pakistan, án þess að bera ábyrgð á þeim í Noregi,“ sagði lögfræðingur lögreglustjórans í Oslo, Sturla Henriksbø.
Konan á að hafa verið skotin af öryggisverði, í úthverfi utan Lahore í Pakistan í maí síðastliðnum. Er upp komst um málið, sagði öryggisvörðurinn við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Pakistan að það væri samningur við fyrrverandi mann konunnar sem byggi í Noregi um að hann mundi að drepa konuna gegn þóknun.
Öryggisvörðurinn heldur því fram að hann hafi fengið 11.000 rúpíur til þess að framkvæma morðin, (700 norskar krónur) sem að jafngilda um 10.000 íslenskum krónum. Honum hafi verið lofað 100.000 rúpíum samtals, eða um 85.000 krónum íslenskum. Hins vegar fékk hann aldrei fulla upphæð greidda frá manninum sem að pantaði morðin frá Noregi, segir öryggisvörðurinn.
Öryggisvörðurinn skaut konuna við bygginguna sem er á myndinni, þar sem að hún stóð fyrir framan hana miðja.
Reynt að múta lögreglu í Pakistan
,,Hann mun hafa reynt að múta Pakistönsku lögreglunni til þess að halda málinu innan Pakistan,“ sagði Anne Alræk Solem, yfirmaður rannsóknarinnir.
Hann hefur einnig reynt að fá aðra til að framkvæma mútur fyrir sína hönd, segir Solem.
Tvær konur
Hinn norski ríkisborgari hefur verið giftur í marga áratugi í Ósló og á börn í því hjónabandi.
Árið 2006 fór hann til Pakistan til að giftast annari konu en það er sú kona sem var skotin og drepin. Hún varð 40 ára að aldri en hefur aldrei búið í Noregi, hjónin áttu tvö börn saman.
Maðurinn var handtekinn í gær. Lögreglan í Noregi hefur lengi rannsakað málið án þess að maðurinn hafi vitað af því. ,,Fyrir handtökuna hafði lögreglan unnið með lögreglunni í Pakistan,“ segir Henriksbø. Norska lögreglan hefur fengið allar upplýsingar frá lögreglunni í Pakistan. Auk þess hafa verið yfirheyrslur og tæknilegar rannsóknir sem hafa verið gerðar af norskum lögreglu, segir Henriksbø.