Umhverfisvænn handfærasjómaður var handtekinn við Alþingishúsið þar sem hann var með gjörning, setti hann tugi kílóa á gangstétt af slori og þorskhausum og táknrænt skilti við á þessum tímum þar sem allt snýst um kolefnisspor.
Þar sem hann mótmælir áframhaldandi hækkandi kolefnisspori stórútgerðar á meðan 700 Umhverfisvænni smábáta sjómenn og fyrirtæki þeirra voru stöðvuð af matvælaráðherra þó svo sé vitað að handfæraveiðar ógni ekki fiskistofnum né lífríki þó svo þær væru frjálsar að öllu leyti.
Það hefur verið blásið til sóknar og áframhaldandi mótmælum verður haldið áfram næstkomandi laugardag og hefjast kl 12 á hádegi. Þarna fara fram friðsöm mótmæli og með ívafi á skemmtiatriðum vonandi sjá sér allir fært að mæta og styðja við frjálsar strandveiðar sem er fyrir alla þjóðina og komandi kynslóðir, og því tímabært að stöðva ránið sem gengur í erfðir í kauphallarbréfum á milli ættliða.
Þjóðin á auðlindirnar. Og það er einfaldlega ekki í boði að nýta þær í braski fyrir örfáar fjölskyldur í landinu.
Vér mótmælum.
Umræða