,,Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins sem mælti gegn innleiðingu op3 virtist ekki halda. Þar með ákvað grasrót flokksins að finna leið til þess að flokkurinn myndi standa við það sem sett var fram á fundinum.
Í 6. grein skipulagsreglna flokksins er Miðstjórn flokksins skylt að láta fara fram almenna kosningu meðal flokksmanna um tiltekin málefni berist um það skrifleg ósk frá a.m.k. 5000 flokksbundnum félögum en þar af skulu ekki færri en 300 flokksmenn koma úr hverju kjördæmi landsins. Nú er sagt að það skipti heldur ekki máli.
Orð formanns flokksins fyrir um ári síðan voru eftirfarandi: „Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana“? Segir Anna Kolbrún Árnadóttir og vísar jafnframt til landsfundarályktunar Sjálfstæðisflokksins:
Iðnaðar- og orkumál – ,,Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins“
Auður Íslendinga felst m.a. í þeirri orku sem býr í fallvötnum, jarðefnum, iðrum jarðar og sjávar. Íslensk orkufyrirtæki eru í dag leiðandi á sínu sviði og sú þekking sem Íslendingar hafa skapað á þessu sviði á umliðnum áratugum er orðin að mikilvægri og gjaldeyrisskapandi útflutningsvöru. Sjálfbær nýting auðlinda er og á að vera grundvallaratriði í öllum ákvörðunum.
Skýra þarf eigendastefnu ríkisins í orkufyrirtækjum. Landsfundur stendur heilshugar á bak við hugmyndir um atvinnuuppbyggingu innanlands í tengslum við hagkvæma nýtingu orkuauðlinda. Íslensk útflutnings- og framleiðslufyrirtæki skulu njóta þess samkeppnisforskots sem felst í notkun á grænni íslenskri orku.
Landsfundur leggst gegn því að græn upprunavottorð raforku séu seld úr landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins. Uppbygging á raforkuflutningskerfi landsins þarf að vera í takt við framleiðslu og eftirspurn eftir raforku með áherslu á dreifingu þriggja fasa rafmagns. Brýnt er að fara í frekari uppbyggingu flutningskerfisins, ekki síst til að bæta afhendingaröryggi raforku í einstökum landshlutum og auka um leið samkeppnishæfni þeirra.