0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Lögregla vísaði gestum út og lokaði veitingastað

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Farið var á 13 staði til að kanna með ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu í Kópavogi og Breiðholti

Alls voru fjórir staðir með sín mál í mjög góðu ástandi, þar af tveir veitingastaðir til mikillar fyrirmyndar. Þessir staðir voru hvattir til að halda uppteknum hætti. Alls þurftu sjö staðir að gera úrbætur og bæta skipulagið fyrir aukna aðsókn á staðina. Líkt og fyrri daginn voru fáir inni á þessum stöðum þegar lögregla leit við. Starfsmönnum þessara staða voru veittar ráðleggingar um hvernig mætti gera betur.
Einn staður hafði ekki gert viðunandi ráðstafanir til að tryggja sóttvarnir og tveggja metra reglu á tilteknu svæði, en þar var tveggja metra regla alls ekki virt. Ráðstafanir voru gerðar tafarlaust. Skrifuð verður skýrsla um brotið. Á einum stað voru aðstæður með öllu óviðunandi. Of margir voru inni á staðnum, miðað við stærð hans og skortur á sóttvarnarskipulagi, og alls ekki tveggja metra bil milli gesta. Grípa þurfti til þess ráðs að loka staðnum tímabundið og vísa gestum út af staðnum. Skýrsla verður sömuleiðis rituð um brotið.