Utanríkisráðherrarnir skora í yfirlýsingunni á stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi að hætta að ofsækja pólitíska andstæðinga, láta lausa þá sem ranglega hafa verið handteknir og virða mannréttindi og frelsi. Enn fremur hvetja þeir stjórnvöld til að hefja án tafar raunverulegar pólitískar viðræður við stjórnarandstöðuna svo komist verði hjá frekara ofbeldi.
Disheartening reports of violent repression of peaceful demonstrations in #Belarus following problematic presidential elections. Harassment and violence against people exercising their fundamental human rights is unacceptable.
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) August 10, 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, gagnrýndi framgöngu yfirvalda í Hvíta-Rússlandi gegn friðsömum mótmælendum í yfirlýsingu á Twitter í gær. Þar sagði hann að ekki væri hægt að líða að fólk sætti ofsóknum og ofbeldi fyrir að berjast fyrir grundvallarmannréttindum.
Lesa yfirlýsingu utanríkisráðherranna
Umræða