Rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn í hálsinn þegar hann var á sviði í New York á þriðja tímanum í dag. Hann hefur verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu. Rushdie hefur sætt ofsóknum árum saman eftir útgáfu bókar sinnar Söngvar Satans. Þetta kemur fram á vef ríkisútvarpsins.
Þar segir jafnframt að maður sé í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir vitnum að maður hafi hlaupið upp á svið þegar Rushdie ávarpaði samkomu í Chautauqua stofnuninni í New York í Bandaríkjunum. Maðurinn hafi svo látið högg dynja á rithöfundinum. Viðstaddir flykktust á sviðið til varnar Rushdie skömmu síðar og yfirbuguðu árásarmanninn.
Líflátshótanir vegna meints guðlasts og dauðadómur yfir öllum sem miðluðu efni bókarinnar
,,Salman Rushdie fæddist 1947 í Indlandi, en hefur ríkisborgararrétt bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann er margverðlaunaður fyrir ritverk sín, en einna þekktastur er hann fyrir skáldsöguna Miðnæturbörnin, en síðar Söngva Satans. Hún olli miklu fjaðrafoki, einna helst meðal múslima, vegna lýsinga á Múhammeð spámanni og var hann sakaður um guðlast.
Þess var karfist að bókin yrði bönnuð auk þess sem útgefendur í hinum múslimska heimi neituðu að gefa verkið út. Hápunktur baráttunnar var fyrirskipun, Fatwa, Ayatollah Khomeinis þáverandi erkiklerks í Íran um dauðadóm yfir öllum sem kæmu að útbreiðslu verksins. Hann fór í felur í næstum áratug vegna hótana.“ Segir í fréttinni