Aðalmeðferð í meintu kynferðisbrotamáli á hendur knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Albert er viðstaddur aðalmeðferðina og gefur skýrslu fyrir dómi.
Albert er ákærður fyrir að hafa brotið á konu á þrítugsaldri á síðasta ári og hefur málið verið í vinnslu undanfarna mánuði en Albert var ekki viðstaddeur fyrirtöku málsins. Bótakrafa meints brotaþola eru þrjár milljónir króna. Albert er mættur fyrir dóm og neitar sök.
Aðalmeðferð verður síðan haldin á morgun, föstudag. Þinghaldið er lokað, eins og venja er þegar meint kynferðisbrotamál eru til meðferðar.
Umræða