Þrjátíu og niður í sex
Fækkar um eina fiskbúð til viðbótar
,,Ég fékk þær leiðinlegu fréttir í gær að fiskverslunin í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefði ákveðið að hætta rekstri.“ Segir Kristján Berg hjá Fiskikónginum.
,,Ástæðuna veit ég ekki, en þetta eru sorglegar fréttir.
Þessi fiskverslun hefur haft orðspor á sér að vera alltaf með góðan fisk og halda á lofti íslenskum hefðum og íslensku hráefni.
Boðið uppá íslenskt hráefni, eins og skötu, siginn fisk, sólþurrkaður saltfiskur, svartfugli og svartfuglseggjum svo dæmi séu nefnd.
Það sem ég hef áhyggjur af og hef ég haft þessar áhyggjur lengi, er að þessar fiskverslanir eru hratt að týna tölunni. Þeim fækkar og fækkar.
Það sem gerist líka er að uppruni okkar, sá matur og matarmenning okkar sem við borðuðum í gamla daga er að hverfa. Nægir að nefna hrikalega mikla niðursveiflu í sölu á ferskum þorsk hrognum.
Ég borða sjálfur hrogn, en ég þyki líka vera gamaldags karlmaður.
En ég get litlu breytt um framtíð fisksölu hér á landi.
Ég hef lagt mig allan fram við að reyna að selja og markaðssetja fisk.
En það virðist hafa mistekist hrikalega.
En ég hef miklar tilfinningar til ævistarfs míns.
Þegar ég byrjaði að selja fisk, rétt 18 ára gamall, voru starfandi um 30 fiskverslanir í Reykjavík. Í dag eru starfandi 6 fiskverslanir í Reykjavík.
- -Fiskikóngurinn Sogavegi
- -Fiskbúðin Hafberg, Gnoðarvogi
- -Fiskbúð Fúsa Skipholti
- -Fiskbúðin Nesvegi
- -Fiskbúðin Mjódd
- -Hafið Spönginni
Ég hvet ykkur áfram til þess að borða meiri fisk og heimsækja einhverja af þessum verslunum minnst 1 x í viku, að minnsta kosti.
Án viðskiptarvina, þá loka fleiri verslanir innan skamms. Þannig virkar bara þessi viðskipti.
Sorgarkveðja og sendi ég landsmönnum mínar dýpstu samúðarkveðjur“
Ps
Myndir fengnar af heimasíðunni hjá Fiskbúðinni Trönuhraun
Umræða