Ljósvíkingar fjallar um æskuvinina Hjalta og Björn sem reka fiskveitingastað í sínum heimabæ, Ísafirði yfir sumartímann.
Þá dreymir um að geta haft opið allt árið um kring og þegar óvænt tækifæri þess efnis bankar upp á, tilkynnir Björn vini sínum að hún sé trans kona og muni framvegis heita Birna.
Þessar breytingar reyna á vináttuna og þurfa þau bæði að horfast í augu við lífið á nýjan hátt til þess að bjarga því sem mestu máli skiptir. Myndin er í senn skemmtileg og kómísk og minnir mikið á gömul viðhorf og fordóma. Myndin gerist á landsbyggðinni og sýnir á raunsannan hátt hvernig smábæjarlífið gengur fyrir sig, þar sem allir þekkja alla. Leikendur skila allir hlutverkum sínum vel og náðu vel til áhorfenda í sal með sannfærandi leik sínum.
Það er vel þess virði að sjá þessa vönduðu og áhugaverðu mynd og Fréttatíminn gefur henni fimm stjörnur fyrir mjög vel unnið verk og söguþráð sem er afar athygliverður og vel gerður. Þá eru leikarar að skila verkinu vel frá sér, bæði dramatískum atriðum og hinum, og þegar slegið var á létta strengi, lá salurinn í hláturskasti. Þetta er kvikmynd sem mann langar að sjá oftar en einu sinni.
Leikarar
- AðalhlutverkBjörn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks
- AukahlutverkVigdís Hafliðadóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Helgi Björnsson, Pálmi Gestsson, Gunnar Jónsson, Hjálmar Örn Jóhannsson
Aðstandendur og starfslið:
Leikstjórn
Snævar Sölvason
Handrit
Snævar Sölvason
Stjórn kvikmyndatöku
Birgit Guðjónsdóttir
Tónlist
Magnús Jóhann Ragnarsson
Aðalframleiðandi
Júlíus Kemp, Ingvar Þórðarson
Búningar
Arndís Ey
Leikmyndahönnun
Gus Ólafsson