Hvítnað hefur í fjöll fyrir norðan og víða er næturfost og einnig á austurlandi. Þessa mynd tók fréttamaður í dag í nágrenni Akureyrar í logninu og sólinni sem var fyrir norðan.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en suðaustan 8-13 vestast á landinu með kvöldinu. Skýjað að mestu og úrkomulítið, en skýjað með köflum fyrir norðan. Skúrir vestantil á landinu í nótt og á morgun, en bjartviðri norðaustanlands. Hiti 2 til 8 stig, en víða næturfrost norðan- og austanlands.
Spá gerð: 12.10.2019 18:23. Gildir til: 14.10.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðaustan og austan 8-15, en 15-20 með suðurströndinni. Rigning með köflum á sunnanverðu landinu, en þurrt norðantil. Hiti 2 til 8 stig.
Á þriðjudag:
Austan hvassviðri eða stormur með rigningu, en heldur hægari og úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 5 til 10 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum um landið austanvert, en þurrt að kalla vestantil. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Útlit fyrir norðanátt með rigningu, en þurrt á sunnanverðu landinu. Kólnar lítið eitt.